Skip to content

Logi Geirsson | Það fæðist enginn atvinnumaður

24.9.2010

Í tilefni af Heilsuviku hjá Reykjanesbæ 27. september – 3. október býður Heilsu- og uppeldisskóli Keilis uppá tvo fyrirlestra, annars vegar með Loga Geirssyni, handboltakappa og hins vegar með Klemenz Sæmundssyni, næringarfræðing og maraþonhlaupara. Fyrirlestrarnir verða haldnir hjá Keili á Ásbrú og allir eru velkomnir án endurgjalds.


Það fæðist enginn atvinnumaður

Logi Geirsson, mánudagskvöldið 27. september kl. 20.30-22.00

Loga Geirsson þarf vart að kynna en hann er einn ástsælasti íþróttamaður þjóðarinnar og er nýkominn heim til Íslands, tímabundið, eftir atvinnumennsku í handbolta í Þýskalandi en þar notaði hann tímann einnig til að mennta sig í ÍAK einkaþjálfun hjá Keili.

Logi fæddist ekki atvinnumaður frekar en nokkur annar og þurfti að leggja hart að sér til að ná þeim árangri sem hann hefur náð. Logi mun tala sérstaklega til ungra íþróttamanna, foreldra þeirra og þjálfara um markmiðasetningu, þjálfun, hugarfarsþáttinn og fleira sem huga þarf að ætli menn að ná langt í sinni íþrótt. Allir velkomnir – Engin forskráning!


Næring á 21. öldinni

Klemenz Sæmundsson, fimmtudagskvöldið 30. september kl. 20.00-21.30

Klemenz Sæmundsson hafa líklegast flestir Suðurnesjamenn séð á hlaupum um bæinn en hann er mikill maraþonhlaupari. Hann er einnig næringarfræðingur og matvælafræðingur og kennir næringarfræði við Heilsuskóla Keilis.

Klemenz mun fjalla um næringu á 21. öldinni og gefa Suðurnesjamönnum góð ráð um holla næringu og hreyfingu. Allir velkomnir – Engin forskráning!

Áherslur dómaranefndar 2010-2011

17.9.2010

FKÍ vekur athygli á áherslum dómaranefndar fyrir komandi tímabil.

Áherslur dómaranefndar KKÍ 2010-2011

Dómaranefnd leggur áherslu á leikstjórnun þ.e. hegðun og framkomu keppnistímabilið 2010 – 2011.  Markmiðið er að færa starfsfrið dómara nær því sem þekkist í nágrannalöndunum og FIBA leggur áherslu á.

Leggja skal upp með gott og faglegt samstarf við alla þátttakendur leiksins.  Dómaranefnd ætlast til þess að dómarar komi í veg fyrir mótmæli varamanna og starfsmanna liðs og hverja þá framkomu sem líkleg er til að skapa neikvætt andrúmsloft.

Vinna skal að góðum samskiptum við þjálfara um leið og gerð verður krafa um fagmennsku og kurteisi.  Dómaranefnd markar þá stefnu nú að skerpa á þessum hlutum og vísar í regluna um tæknivillur í þessu samhengi.

Ekki er ætlast til þess að þátttakendur leiksins geti ekki tekið þátt af innlifun eða sýnt tilfinningar en bregðast skal hart við síendurteknum mótmælum og tuði.

Áherslur dómaranefndar KKÍ varðandi dómgæslu hjá börnum á grunnskólaaldri 2010-2011

Gerð skal enn ríkari krafa um faglega, kurteisa og jákvæða framkomu þjálfara hjá þessum aldurshópi en hjá fullorðnum.  Leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni sem og margir dómaranna.  Öll slæm framkoma skal stöðvuð hið fyrsta og endurteknar athugasemdir við dómgæsluna  á hvaða formi sem er skulu ekki liðnar.

Eigi leikmaður erfitt með að hemja skap sitt skal ábendingu og aðvörun um það komið hið fyrsta til þjálfarans og hann fær þá tækifæri á að skipta leikmanninum af velli, ræða við hann og fá hann til að láta af hegðun sinni.  Dugi það ekki  skal grípa til þeirra refsinga sem nauðsynlegar eru.

Þjálfarabúðir Keilis

7.9.2010

Heilsuskóli Keilis stendur fyrir þriggja daga endurmenntunarnámskeiði fyrir fagfólk í þjálfun og heilsurækt 23.-25. september. Skráning er í fullum gangi og allt að fyllast!  Þrír heimsþekktir þjálfarar ausa úr viskubrunni sínum á Þjálfarabúðunum, þeir Mike Boyle, dr. Chris Mohr og Dave Jack sem allir eiga það sameiginlegt að vera leiðandi á sínu sviði.  Ef þú ert sjúkraþjálfari, einkaþjálfari, körfuboltaþjálfari, fimleikaþjálfari, fótboltaþjálfari, íþróttakennari, styrktarþjálfari eða því um líkt ættirðu ekki að láta þetta fram hjá þér fara.

Lesa viðtal við Egil Gilzenegger um Þjálfarabúðirnar úr Fréttablaðinu í dag.

Allt um Þjálfarabúðir Heilsuskóla Keilis

Skráning á namskeid@keilir.net. Skráningarfrestur er til 15. september nema uppselt verði fyrr.

Verð fyrir alla 3 dagana með mat aðeins 64.900 kr. Þátttakendur eru kvattir til að kynna sér endurmenntunarstyrki hjá sínum stéttarfélögum og/eða íþróttafélögum.

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

4.9.2010

ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið júlí – desember 2010.  Þjálfarar sem sækja sér menntun erlendis á fyrrgreindu tímabili geta sótt um styrk á þar til gerðum eyðublöðum inn á isi.is sem finna má undir „Efnisveita”. Umsóknarfrestur er til og með 20. september nk.  Allar frekari upplýsingar um þjálfarastyrki ÍSÍ veitir sviðsstjóri fræðslusviðs í síma 460-1467 og á vidar@isi.is.

ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið júlí – desember 2010.  Þjálfarar sem sækja sér menntun erlendis á fyrrgreindu tímabili geta sótt um styrk á þar til gerðum eyðublöðum inn á isi.is sem finna má undir „Efnisveita”. Umsóknarfrestur er til og með 20. september nk.  Allar frekari upplýsingar um þjálfarastyrki ÍSÍ veitir sviðsstjóri fræðslusviðs í síma 460-1467 og á vidar@isi.is Sjá einnig frétt á isi.is

Nýtt lógó FKÍ

29.7.2010

Stjórn FKÍ fékk Jóhann Waage til að hanna lógó fyrir félagið, sem birtist hér á síðunni í fyrsta sinn, en Jóhann Waage hefur verið duglegur að hanna búninga, lukkudýr, upphitunarbúninga og margt fleira fyrir körfuboltann hér á landi.  FKÍ færir honum bestu þakkir fyrir aðstoðina.

Heimasíða Jóhanns á Facebook.

Einar Árni Jóhannsson á FECC

19.7.2010

Einar Árni Jóhannsson fer núna í ágúst á námskeið hjá FIBA Europe, FIBA Europe Coaching Certifiate – FECC.  Námskeiðið er í þremur hlutum, fyrsti hlutinn var haldinn í tengslum við A-deild U16ka sumarið 2009, í sumar er FECC í tengslum við A-deild U18ka og á næsta ári verður lokahlutinn haldinn í tengslum við A-deild U20ka.

Næsta sumar mun jafnframt næsta þriggja ára námskeið hefjast í tengslum við A-deild U16ka, en KKÍ mun velja sinn fulltrúa til að sækja námskeiðið.

Nánari upplýsingar um FECC er að finna á heimasíðu FIBA Europe.

KKÍ fundar með unglingaráðum

9.7.2010

Laugardaginn 28. ágúst nk. boðar KKÍ til fundar með unglingaráðum aðildarfélaga KKÍ.  Þetta verður í þriðja sinn sem svona fundur er haldinn af KKÍ en þarna eru tekin fyrir ýmis málefni sem snúa að yngri flokkum, afreksstarf KKÍ og samskipti KKÍ og félaganna.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal ÍSÍ í Laugardal og hefst kl. 11.  FKÍ hvetur sem flesta yngri flokka þjálfara til að mæta og taka þátt í þeim umræðum sem þarna skapast.

Þjálfarabúðir Keilis 23.-25. september

7.7.2010

Dagana 23.-25. september nk. stendur Keilir fyrir þjálfarabúðum fyrir fagfólk í þjálfun og heilsurækt.  Þrír erlendir sérfræðingar munu koma hingað til lands til að flytja hver sitt erindið.  Dr. Chris Mohr fjallar um Performance nutrition, Brian Grasso fjallar um Youth Athletic Training og Dave Jack tekur fyrir Strength development with Escalating Density Training and other density based training models; og Coaching: From Good to Great.

Öll námskeiðin fara fram á Ásbrú og verða kennd kl. 09:00-16:00.  Allir dagarnir þrír kosta kr. 64.900, hver stakur dagur kostar kr. 24.900.  Innifalið í verði er morgun- og hádegissnarl.

Skráning og nánari upplýsingar um þjálfarabúðirnar má finna á heimasíðu Keilis.

Þjálfararáðstefna í Englandi

6.7.2010

Dagana 10.-11. júlí nk. stendur Future stars fyrir þjálfararáðstefnu á Englandi, en ráðstefnan er skipulögð í samvinnu við Richmond upon Thames college, London United, PZKosz, MG13, FIBA Europe, breska þjálfarafélgið og pólska dómarafélagið.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu Future stars.

European MSc in basketball coaching

28.6.2010

Háskólinn í Worcester á Englandi hefur í samvinnu við litháenska körfuknattleikssambandið sett upp meistaranám í körfuboltaþjálfun.  Nánari upplýsingar er að finna í viðhenginu.

European MSc Basketball Coaching March 2010